Fiskabúraþjónustan
Starfsfólk Waterfront hefur bæði mikla reynslu og þekkingu á þörfum og umhirðu fiska í fiskabúrum. Þessi mikla þekking byggir á áralangri meðhöndlun fiska sem og ýmissa námsskeiða sem starfsfólk okkar hefur tekið þátt í. Sem dæmi hafa starfsmenn okkar diplómu frá OATA (Ornimental Aquatic Trade Assosiation) eða Bresku verslunarsamtökum með lifandi fiskdýr.

Markmiðið með þjónustu okkar er að tryggja fallegt og vel hirt fiskabúr í fyrirtækjum og stofnunum. Þetta gerum við með reglulegum heimsóknum tvisvar í mánuði til viðskiptavina þar sem vatnsgæði eru mæld, skipt er út hluta vatnsins í búrinu, dælubúnaður er þrifinn sem og viðeigandi viðhald er framkvæmt á þeim búnaði, botnlag fiskabúrsins er þrifinn sem og gler búrsins að innan sem utan en það er uppistaða þess sem greitt er fyrir í mánaðarlegu þjónustugjaldi. Jafnfram sjáum við til þess að nægur matur sé til staðar, tryggjum rétta umhirðu á plöntum og fiskum og komum með allt sem til þarf á staðinn. Greiða þarf sérstaklega fyrir allar vörur sem notaðar eru.